Töp í æfingaleikjum – Styttist í alvöruna

Ingimar í baráttu við Veðurguðinn sem langar greinilega mikið í Árborgartreyjuna. arborgfc.net/GK

Ingimar í baráttu við Veðurguðinn sem langar greinilega mikið í Árborgartreyjuna. arborgfc.net/GK

Árborgarar töpuðu í kvöld, 2-5, í æfingaleik gegn 3. deildarliði Hamars. Á laugardag mætti Árborg 1. deildarliði BÍ/Bolungarvíkur á grasi í Þorlákshöfn en Djúpmenn fóru þar með 0-4 sigur af hólmi.

Leikirnir voru báðir ágætis undirbúningur fyrir komandi átök en af úrslitunum má sjá að það er enn mjög margt sem þarf að laga – sérstaklega var leikurinn gegn Hamri dapur þar sem Árborgarar voru á hælunum nánast allan leikinn. Guðmundur Sigurðsson skoraði annað marka Árborgar í leiknum en hitt var sjálfsmark.

Næsta verkefni er Borgunarbikarinn sem hefst á laugardag þegar Árborg tekur á móti Víði á gervigrasinu á Selfossi kl. 14. Víðismenn leika í 3. deildinni á komandi sumri og hafa verið að ná góðum úrslitum í vor. Þannig komust Garðsbúar alla leið í úrslit C-deildar Lengjubikarsins, þar sem þeir reyndar steinlágu gegn Berserkjum.

Árborg hefur ekki riðið feitum hesti úr leikjum sínum gegn Víði, en reyndar en engin ástæða til annars en að halda að það muni breytast núna. Þannig hafa liðin mæst sjö sinnum í deild og bikar, aðallega í bikar, og hafa Víðismenn unnið sjö leiki en Árborgarar einn. Markatalan er 5-22, Víði í vil.

Töluvert er um meiðsli í herbúðum Árborgar en þrátt fyrir það er ljóst að Guðjón þjálfari mun tefla fram ellefu manna byrjunarliði, þó ekki sé enn ljóst hverjir verða leikfærir á laugardaginn.

Árborgu allt!

Hvað vilt þú segja ?

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>