afrika

Upphitun: Árborg – Afríka Selfossvöllur 12.júní 2009 kl. 20:00

Upphitun ritar höfðinginn Torfi Ragnar Sigurðsson.

Hver er Elías? eða hver er Zakaria Elías Anbari? Elías þessi er engin annar en framkvæmdastjóri liðsins með stóra drauma, stærri væntingar og stærsta nafnið. Elías þessi er einn af landnámsmönnum 20. aldarinnar. Hann kom frá Marokkó til Íslands árið 1988. Eftir eltingarleik við íslenska drauminn endaði ævintýri hans á kunnuglegum slóðum. Elías varð gjaldþrota í ársbyrjun 2003 og það löngu fyrir kreppu. Dökkir tímar auðga krafta hugmyndagyðjunnar en sama ár skráði Elías þessi lið Afríku til keppni í 3. deildinni.

Lesa meira

gab_Lettir1

Leikskýrsla: Árborg – Léttir Selfossvöllur 6.júní

Það var undir brakandi hádegissólinni á sígrænum Selfossvelli sem dómarinn Óli Njáll Ingólfsson flautaði á leik Árborgar og Léttis á laugardaginn. Tæpir sjö tímar voru í landsleik Íslands-Hollands hinum megin við Heiðina og eftirvænting um góðan fótboltadag skein úr andlitum leikmanna og áhorfanda. Byrjunarlið Árborgar var eftirfarandi: Markvörður: Matus Mucha, bakverðir: Einar Ingi og Ólafur Tryggvi, miðverðir: Jakob og Stefán Örn, miðjumenn: Böðvar, Jón Auðunn (F) og Arnar Freyr, kantar: Guðmundur Garðar og Theódór, framherji: GÁB. Fyrir leik hafði GÁB verið heiðraður fyrir að leika sinn 100. leik fyrir félagið.
Lesa meira

sindri

Upphitun – Sindri vs. Árborg, Sindravellir 30.maí kl 14:00

Þá er komið að 2.umferð Íslandsmótsins og það er verðugt verkefni sem bíður Árborgurum þegar þeir sækja heim Sindra frá Höfn í Hornafirði. Jón Auðunn og Böðvar koma inn í hópinn eftir að hafa legið í flensu í síðustu viku. Vinstri bakvörðurinn knái Ólafur Tryggvi kemur aftur inn í liðið eftir að hafa verið tæpur og tekinn úr byrjunarliði 30 mín fyrir leik á móti KFG. Teddi kemur líka ferskur aftur inn í hópinn eftir að hafa fengið frí í bikarleiknum. Hafþór er í fríi þessa vikunnar v/ jarðarfarar. Marínó og Siggi Tobba detta út úr hóp en koma með í ferðina sem sérstakir ráðgjafar enda reynslunni ríkari eftir að hafa komið inná á móti KFG.

Lesa meira

Dolli með boltann á tánum í gömlum leik gegn KFG. arborgfc.net/GK

Leikskýrsla – KFG vs. Árborg, Stjörnuvöllur 24.maí

Það blés ekki byrlega fyrir Árborgara í undirbúningi fyrir leik því miðjumennirnir knáu Böðvar og Jón Auðunn vöknuðu báðir upp veikir á sunnudagsmorgni og því ljóst að þeir yrðu ekki með. Siggi Tobba kom inn í hópinn af þeim sökum. Ekki bætti það úr skák þegar Ólafur Tryggvi stóðst ekki læknisskoðun fyrir leik vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á síðustu æfingu fyrir leik.

Lesa meira

visa-Bikarinn50ara

Upphitun – KFG vs. Árborg, Stjörnuvöllur 24. maí kl. 16:00

Það er skammt stórra högga milli hjá Knattspyrnufélaginu því á morgun hefst fyrsta umferð í
í VISA bikarkeppni KSÍ árið 2009 aðeins 3 dögum eftir fyrsta leik í íslandsmótinu.
Hér er frábært tækifæri til þess að jafna sig eftir vonbrigðin yfir því að hafa ekki náð
að landa öllum þremur stigum gegn þeim gulklæddu frá Þorlákshöfn. Það eru engin stig í boði á morgun – þar sem leikið er eftir útsláttarfyrirkomulagi í bikarkeppni eins og lög gera ráð fyrir.

Lesa meira

Líkamsfegurð, vinnuþrek, táp