Íslandsmótið hefst í kvöld

lidsmynd2014lowresÁrborg hefur leik í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld kl. 20 þegar Knattspyrnufélag Hlíðarenda kemur í heimsókn á gervigrasið á Selfossi, sem í dag heitir  JÁVERK-völlurinn.

Keppni í D-riðli 4. deildarinnar hófst í síðustu viku og sat Árborg hjá í fyrstu umferð. KH mætti Skínanda í 1. umferðinni og sigraði 2-3 í hörkuleik, þar sem úrslitin réðust í uppbótartíma.

Þetta verður fyrsta opinbera viðureign Árborgar og KH en liðin hafa þó oftar en einu sinni mæst í æfingaleikjum. Það er ljóst að um erfiðan leik verður að ræða í kvöld þar sem KH liðið er mjög vel mannað.

Sem fyrr segir hefst leikurinn kl. 20 og er frítt á völlinn að þessu sinni í boði Bílverk BÁ, sem er aðalstyrktaraðili Árborgar. Heppnir áhorfendur geta svo unnið bíómiða í Selfossbíó.

Hvað vilt þú segja ?

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>