Author Archives: GK

Góður sigur á grimmum Stál-úlfum

Árborg vann góðan sigur á baráttuglöðu liði Stál-úlfs í A-riðli 3. deildar í gærkvöldi. Lokatölur voru 1-3 en Árborg innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Sex stiga leikur í kvöld

Árborg heimsækir Stál-úlf á gervigrasið við Kórinn kl. 20:00 í kvöld. Þarna er um sannkallaðan sex stiga leik að ræða en í dag eru Árborgarar með úlfana á hælunum og mega ekki hleypa þeim nær.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Dolli í eins leiks bann

Snorri Snorrason, einn prúðasti leikmaður Árborgar fyrr og síðar, hefur verið dæmdur í eins leiks keppnisbann af aganefnd KSÍ fyrir óhóflega söfnun gulra spjalda.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Árborg – Léttir 0-5 (0-4)

Árborg tapaði sannfærandi gegn Létti í 9. umferð A-riðils 3. deildar í gærkvöldi. Lokatölur voru 0-5 en Léttir skoraði þrjú mörk á tæpum tíu mínútum í fyrri hálfleik og gerðu þá út um leikinn.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Léttir í kvöld

Árborg fær Létti í heimsókn á Selfossvöll í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20 og er frítt á völlinn í boði Bónus.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Sindri – Árborg 2-0 (0-0)

Árborg tapaði 2-0 þegar liðið heimsótti Sindra á Sindravelli á Hornafirði á laugardaginn.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Sindri í dag – Garðar kominn í 200

Knattspyrnufélag Árborgar heldur 401 km í austur í dag til þess að heimsækja Sindra á Hornafjörð. Leikur liðanna hefst kl. 14.

Posted in Fréttir | Leave a comment

2. flokkur enn á toppnum

2. flokkur Selfoss/Árborgar er enn í toppsæti B-deildarinnar eftir 3-3 jafntefli við Val á útivelli í kvöld.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Árni Páll í eins leiks bann

Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands kom saman í dag til þess að dæma Árborgarann Árna Pál Hafþórsson í eins leiks bann.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Árborg – Ægir 1-2 (0-2)

Árborg tapaði í kvöld fyrir Ægi, 1-2, í gríðarmikilvægum leik í toppbaráttu A-riðils. Árborgarar voru manni fleiri í 45 mínútur en náðu ekki að kreista stig út úr leiknum.

Posted in Fréttir | Leave a comment