Árborg – Víðir 3-5 (0-1, 1-1, 1-1)

Borgunarbikarinn_01Árborg er úr leik í Borgunarbikar karla í knattspyrnu eftir 3-5 tap gegn 3. deildarliði Víðis úr Garði síðastliðinn laugardag. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

 Árborgarar tefldu fram mjög vængbrotnu liði vegna mikilla meiðsla í hópnum en aðeins voru fjórtán leikmenn á skýrslu og varamannabekkurinn meira og minna laskaður.

Það kom þó ekki í veg fyrir að Árborgarar mættu vel stemmdir til leiks og voru sterkari í fyrri hálfleik. Víðismenn komust yfir, gegn gangi leiksins, á 20. mínútu en Árborg átti góð færi eftir þetta og björguðu Víðismenn meðal annars tvívegis á línu í fyrri hálfleik og einu sinni í seinni hálfleik.

Jöfnunarmark Árborgar kom á 61. mínútu og það skoraði Kristján Valur af vítapunktinum eftir að brotið var á Lárusi innan vítateigs.

Ekki urðu mörkin fleiri þrátt fyrir ágætar sóknir beggja liða og að loknum 90. mínútum var staðan jöfn, 1-1. Því var gripið til framlengingar sem var ákaflega tilþrifalítil og liðin biðu greinilega eftir vítakeppninni. 

Í vítakeppninni höfðu Víðismenn betur en markvörður þeirra varði tvívegis glæsilega.

Gangur leiksins:
1-0 Víðir (’20)
1-1 Kristján Valur (’61 víti)
Vítakeppni:
1-2 Víðir
1-2 Varið frá Dolla
1-3 Víðir
2-3 King-imar Finsen
2-4 Víðir
3-4 Lárus Hrafn
3-5 Víðir
3-5 Varið frá Herði

 Þetta…
… var fyrsti bikarleikur Sæla, Stjána, Hálfdáns, Mumma, Ingimars, Eysteins.
… var fyrsti leikur Dolla með fyrirliðabandið.
… voru fyrstu bikarmörk Kristjáns, Ingimars og Lárusar fyrir félagið.
… er í þriðja skiptið sem bikarleikur Árborgar fer í vítaspyrnukeppni.

Hvað vilt þú segja ?

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>