Afríka á skírdag

afrika_0617Árborg lýkur keppni í Lengjubikarnum þetta vorið með því að mæta 4. deildarliði Afríku á Leiknisvellinum í Breiðholti kl. 16 á skírdag.

Afríka hefur ekki riðið feitum hesti frá keppni það sem af er móti en liðið er á botni riðilsins með 0 stig og markatöluna 2-17. Árborg er hins vegar í 2. sæti með 6 stig og kemst ekki ofar en það, þar sem Skínandi hefur tryggt sér sigur í riðlinum.

Viðureignir Árborgar og Afríku hafa oft verið skrautlegar – eins og reyndar margar viðureignir Afríku almennt. Liðin hafa mæst tólf sinnum og hefur Árborg náð í 89% þeirra stiga sem í boði hafa verið í þessum leikjum. Árborg hefur unnið tíu leiki en tvívegis hafa liðin skilið jöfn og markatalan er 50-10, Árborg í vil.

Ljóst er að nokkrar breytingar verða á leikmannahópi Árborgar í þessum leik þar sem menn eru fjarverandi af ýmsum orsökum. Það er þó nokkuð ljóst að ellefu leikmenn munu byrja leikinn og sjö verða til taks á varamannabekknum.

Í sumar mun Árborg senda út leiki sína beint í gegnum smáforritið Yevvo. Apple-notendur geta hlaðið forritinu niður í App store og fylgt arborgfc en hægt er að horfa á útsendingarnar í iPhone eða iPad. Fyrsta útsendingin verður frá Leiknisvelli á morgun – ef veður leyfir og eru þeir stuðningsmenn Árborgar sem ekki eiga heimangengt, hvattir til að fylgjast með á Yevvo.

Áfram Árborg!

Hvað vilt þú segja ?

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>